A A A
Veftré
Fylkir.is getur útvegað bílaleigubíla í Noregi og Svíþjóð.

Húsbílar

Almennt um leigu og frí á húsbílum.

Að ferðast í húsbíl er lífstíll. Sumir ferðast sem farfuglar, aðrir leigja sumarhús eða hótel, hver með sínum stíl.

Á liðnum árum hefur leiga á húsbílum aukist til muna. Fólk sem vill ferðast frjálst um lönd Evrópu hefur notið þess að aka um í húsbíl. Hins vegar er leiga á húsbíl til að dvelja á einum stað innan Danmerkur ekki álitlegur kostur.

Leiga frá NEERGAARD
Afgreiðslustaður: Kaupmannahöfn.

Í bæklingi frá NEERGAARD koma fram nokkrar gerðir húsbíla 2ja - 7 manna. Verð skiptist í þrennt, vetrarverð, vor og haust verð (mellemsæson) og síðan sumarverð (höjsæson). Yfir sumartíma er aðeins hægt að frá húsbíla frá föstudegi til föstudags.
Samkvæmt sérstöku samkomulagi milli okkar gildir verð FRA BURG fyrir íslendinga þrátt fyrir afgreiðslu í Kaupmannahöfn. Þetta gerir bíla mun ódýrari í leigu. 2000 km. akstur er innifalinn í viku leigu, 4000 km. akstur í 2ja vikna leigu og ótakmarkaður akstur í 3ja vikna leigu eða lengur. Sjálfsábyrgð á tjóni er dkr. 4.000.- Húsbílarnir leigjast án eldhúsbúnaðar og sængurfatnaðar sem þó má leigja sérstaklega. Við pöntun skal greiða staðfestingargjald dkr. 3.000.- og lágmarksaldur er 25 ára. Að öðru leyti vísast til leiguskilmála í bæklingi.
Akstur frá Sjálandi um brýr ( Stórabelti og Eyrarsund ) kostar milli dkr. 350.- til 600.- eftir stærð húsbíls og ferja til Þýskalands kostar eitthvað svipað.

Fyrirspurn: